Ragnar Lár, teiknari náði að fara holu í höggi á Nesvellinum 1987. Ragnar var félagi í Nesklúbbnum og hjá Keili. Hann er þó líklega þekktastur fyrir golfteikningar sínar. Hann myndskreytti meðal annars golfreglubók auk þess sem hann skrifaði um golf í Dagblaðið Tímann. Hann lést árið 2007.