1986
Read MoreEinn félaga í Golfklúbbi Reykjavíkur, bandaríski liðsforinginn Jason C. Clark, lést í slysi í árið 1959, 25 ára að aldri. Fjölskylda hans kom hingað til lands árið 1986 og afhenti verðlaunaskjöld til að leysa af hólmi stóra marmarastyttu sem leikið hafði verið um á minningarmóti um Clark.Á myndinni sjást Clark-systkinin með nýja verðlaunagripinn.
Aðstandendur Jason Clark komu í heimsókn í Grafarholtið 1986, en GR gekkst í mörg ár fyrir minningarmóti um hann, sem nefnt varJason Clark mótið. Jason var í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og félagi í klúbbnum, en hann fórst af slysförum á Hellisheiði við skíðaiðkun árið 1959, aðeins 24 ára gamall. Frá vinstri: Chuck, Carolyn, John, Björgúlfur Lúðvíksson, Hannes Guðmundsson, Ken og David. Úr safni Borgarskjalasafns.
Íslandsmótið 1986 á Hólmsvelli
Samúel D, Jónsson sló heiðurshögg Íslandsmótsins í Leirunni 1988. Sveiflan var kröftug og Samúel tókst á loft eins og sést á myndinni. Ljósmynd: Einar Falur/Borgarskjalasafn.
Sigursveitir Golfklúbbs Reykjavíkur í Sveitakeppni GSÍ árið 1986. Frá vinstri: Einar Long Þórisson, Sigurður Pétursson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri GR, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. Ljósmynd: Úr geymslum GR.