1983
Read MoreEndurbætur voru gerðar á golfskálanum snemma vors 1983. Brotnir voru hlutar af austurhliðinni til að hægt væri að setja stærri glugga. Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri GR horfir út um opið og leifar af gamla glugganum sjást efst í opinu. Ljósmynd: Hilmar Karlsson /Úr myndasafni Hilmars Karlssonar.
Verðlaunahafar á BP-mótinu klæðast eins bolum sem merktir eru ,,Golf tournament OLÍS BP Iceland 1983" Frá vinstri: Ragnar Ólafsson, Svan Friðgeirsson, Guðrún Lilja Eiríksdóttir, Ívar Hauksson, NN, Sigurður Pétursson, Þorsteinn Lárusson, Franz Páll Sigurðsson, Karl Jóhannsson og Sigurður Hafsteinsson. Úr safni GSí.
Ólafur Ingi Skúlason ólst upp á Laxalóni við rætur Grafarholtsvallar og rak þar um margra ára skeið fiskeldi. Ólafur skráði sig í sögu GR með eftirminnilegum hætti þegar hann fór holu í höggi, tvisvar sinnum á sama hringnum í Grafarholtinu árið 1969, 6. holu og 10. holu, sem er par 4 hola en var styttri en hún er í dag eða 260 metar. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur leikið þetta afrek og einn örfárra í heiminum.
Landslið karla og kvenna sem tóku þátt í Evrópumótunum. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur S.. Guðmundsson, Gylfi Kristinsson, Sveinn Sigurbergsson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Sigurður Pétursson, Björgvin Þorsteinsson og Kjartan L. Pálsson. Fremri röð frá vinstri: Kristín Sveinbjörnsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir, Þórdís Geirsdótttir og Sólveig Þorsteinsdóttir. Ljósmynd: úr safni Guðmundar S. Guðmundssonar.