Fjórir af sterkustu kylfingum klúbbsins saman í ráshópi. Frá vinstri: Ólafur Bjarki Ragnarsson, Óttar Yngvason, Ólafur Ágúst Ólafsson, Pétur Björnsson.
Meistaramót GR 1966, verðlaunahafar.
Fv. Hannes Hall, Ólafur Ágúst Ólafsson, Albert Wathne, Óttar Yngvason, Ólafur Hafberg, Jón Þór Ólafsson.
Ljósmynd: Úr myndasafni Kára Elíassonar.
Bréf frá Páli Ásgeiri Tryggvason, forseta GSÍ þar sem hann tilkynnir að hann hafi leikið 2. holu í Grafarholti á einu höggi í Firmakeppni klúbbsins.
Borgarskjalasafn.
Stjórn GR greip til þess ráðs að gefa mönnum kost á að kaupa æviaðild. Tekið var upp sérstakt framkvæmdagjald til fjáröflunar og voru ævifélagar ekki undanskildir þeirri gjaldtöku.
Magnús Guðmundsson, margfaldur Íslandsmeistari úr GA var ráðinn fyrsti starfsmaður Grafarholtsvallar. Magnús fékk það erfiða verkefni að koma vellinum í stand fyrir Íslandsmótið sem haldið var á vellinum þetta sama ár og sá þar að auki um kennslu félagsmanna.