1960
Read MoreFyrsta keppnin um Arneson skjöldinn var haldin 25. september 1960, en skömmu áður höfðu þeir Walter og Rube Arneson, fyrstu kennarar klúbbsins gefið klúbbnum skjöldinn. Á myndinni sjást keppendur: Frá vinstri Jóhann Guðmundsson, Halldór Hansen, Geir Þórðarson, Guðmundur Halldórsson, Sverrir Guðmundsson, Magnús Kjaran, Ólafur Ágúst Ólafsson, Halldór Magnússon, Ólafur Hafberg, Jón Thorlacius, Arnkell Guðmundsson, Pétur Björnsson, Albert Wathne, Ólafur Loftsson, Kári Elíasson, Gunnar Sólnes, Ingólfur Isebarn, Sigurjón Hallbjörnsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Gíslason. Ljósmyndi: Borgarskjalasafn
Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1960-61. Frá vinstri: Sigurjón Hallbjörnsson, Jón Thorlacius, Ólafur Ágúst Ólafsson, Helgi H. Eiríksson formaður, Guðlaugur Guðjónsson, Jóhann Eyjólfsson og Guðmundur Halldórsson. Stjórnin tók miklum breytingum árið eftir. Guðlaugur tók þá við formennsku og Guðmundur sat áfram í stjórn, en aðrir báðust undan endurkjöri. Ljósmynd: Úr safni Geirs Þórðarsonar.
Verðlaunahafar á Íslandsmótinu 1960. Frá vinstri: Gunnlaugur Axelsson GV, Sigurjón Hallbjörnsson GR, Ólafur Ágúst Ólafsson GR, Jóhann Eyjólfsson GR Íslandsmeistari, Jóhann Þorkelsson GA öldungameistari, Gunnar Þorleifsson GR, Stefán Árnason GA. Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.
Keppni GR gegn Varnarliðinu um Jason Clark styttuna. Á myndinni má þekkja fv. Arnkel B. Guðmundsson, Jóhann Guðmundsson, Halldór Bjarnason, Jón Thorlacius, Guðlaug Guðjónsson, Ólaf Loftsson, Jónatan Ólafsson. Aðrir á myndinni eru keppendur Varnaliðsins, þ.á.m. Jack Brink, sem var virkur félagi hjá GR.
Keppendur Varnaliðsins í eingvígi GR-inga við varnarliðsmenn fyrir utan golfskálann í Reykjavík vorið 1960. Varnarliðsmenn höfðu betur 23-16. Þetta var í sjötta skiptið sem þessir hópar áttust við og í fyrsta skipti var keppt um bikar sem gefin var af aðstandendum Jason Clark, liðsforingja. Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.