MEISTARMÓT: RAGNHILDUR KRISTINSDÓTTIR OG BÖÐVAR BRAGI PÁLSSON NÝIR KLÚBBMEISTARAR GR
12. JÚLÍ 2020
Meistaramótsviku lauk í gær með glæsilegu lokahófi á 2. hæð Korpunnar, mótið fór vel fram og voru keppendur tæplega sex hundruð. Bongóblíða lék við keppendur í þriggja daga keppni en á miðvikudag breyttust bæði áttir og hitastig á keppendur í fjögurra daga keppni. Metfjöldi þátttakenda skráði sig til leiks í meistaraflokk karla og kvenna og var samkeppnin þar af leiðandi mikil. Það voru þau Ragnhildur Kristinsdóttir og Böðvar Bragi Pálsson sem urðu sigurvegarar móstsins en þau luku bæði leik á samtals -10. Við óskum nýjum klúbbmeisturum innilega til hamingju með titilinn.
Öll úrslit úr mótinu og stöðu má finna í mótaskrá á Golfbox en helstu úrslit flokkana urðu þessi:
70 ára og eldri konur
Kristín Dagný Magnúsdóttir, 283
Anna Laxdal Agnarsdóttir, 311
Margrét S. Nielsen, 316
70 ára og eldri karlar
Bjarni Jónsson, 231
Friðgeir Óli Sverrir Guðnason, 238
Viktor Ingi Sturlaugsson, 239
50 ára+ konur fgj.26,5-54
Þorbjörg Ásgeirsdóttir 312
Lilja Viðarsdóttir 324
Sólveig Jóhanna Haraldsdóttir 325
50 ára+ karlar fgj.20,5-54
Sveinbjörn Örn Arnarson, 298
Jón Jónsson, 311
Sigurður Haukur Magnússon, 316
50 ára+ konur fgj,16,5-26,4
Rebecca Oqueton Yongco, 279
Hafdís Hafsteinsdóttir, 284
Sólveig Guðrún Pétursdóttir, 285
50 ára+ konur fgj,0-16,4
Ásgerður Sverrisdóttir, 319
Lára Eymundsdóttir, 341
Auður Jóhannsdóttir, 342
50 ára+ karlar fgj.10,5-20,4
Karl Emil Wernersson, 251
Stefán Þór Steinsen, 252 - vann í bráðabana
Gunnar Þorsteinsson, 252
50 ára+ karlar fgj.0-10,4
Sigurjón Arnarsson, 289 - vann í bráðabana
Helgi Anton Eiríksson, 289
Frans Páll Sigurðsson, 299
5.flokkur karla
Guðmundur Þorgrímsson, 307
Hafsteinn Sigurjónsson,314
Sigurjón Gylfason, 318
4.flokkur kvenna
Helga Tryggvadóttir, 324
Elsa Kristín Elísdóttir, 327
Dóra Eyland Garðarsdóttir, 342
4.flokkur karla
Pétur G Thorsteinsson, 264
Ricardo Mario Villalobos, 268
Egill Tryggvason, 276 - vann í bráðabana
3.flokkur kvenna
Guðný Ásta Snorradóttir, 308
Ásta B. Haukdal Styrmisdóttir, 312
Kristín Jóhanna Hirst, 313
3.flokkur karla
Sigurður Þór Sveinsson, 262
Steinar Karl Hlífarsson, 266
Hörður Grétar Olavsson, 267 - vann í bráðabana
2.flokkur kvenna
Margrét Þorvaldsdóttir, 363
Hjördís Jóna Kjartandsdóttir, 369
Björk Unnarsdóttir, 370
2.flokkur karla
Arnar Már Hafþórsson, 326
Stefán Aðalbjörnsson, 330 - vann í bráðabana
Egill Gautur Steingrímsson, 330
1.flokkur kvenna
Ásta Óskarsdóttir, 318
Harpa Ægisdóttir, 334
Signý Marta Böðvarsdóttir, 341
1.flokkur karla
Óttar Helgi Einarsson, 302
Kjartan Tómas Guðjónsson, 307
Jón Bergþórsson, 308
Meistaraflokkur kvenna
Ragnhildur Kristinsdóttir, 276
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 283
Eva Karen Björnsdóttir, 290
Meistaraflokkur karla
Böðvar Bragi Pálsson, 276
Andri Þór Björnsson, 278
Jóhannes Guðmundsson, 279
Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar öllum félagsmönnum fyrir þátttökuna í Meistaramóti GR 2020 og vinningshöfum til hamingju með sinn árangur!