1958
Read MoreLjósmynd tekin í júlí 1958 á Öskjuhlíðarvellinum þar sem nokkrir bandarískir kylfingar komu hér til að vera við opnun æfingahúss fyrir kylfinga á Keflavíkurflugvelli. Hópurinn kom einnig til Akureyrar, Reykjavíkur og Hveragerðis. Konan á myndinni er Kay Farrell, þekkt golfkona í heimalandi sínu. Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.
Kay Farrell, eiginkona Johny Farrell, fyrrum meistara á Opna bandaríska meistaramótinu kom hingað til lands árið 1958 á vegum bandarískra kvennasamtaka. Farrell og fylgdarlið hennar sýndi golf á þremur völlum. Hér sést hún slá bolta á Öskjuhlíðarvellinum. Nánar um Kay Farrell: https://www.nytimes.com/1997/07/21/sports/kay-farrell-86-glamorous-socialite-of-the-golf-world.html Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.
Fyrsta golflandslið Ísland tók þátt í "Eisenhower Cup" á St. Andrews golfvellinum árið 1958. Frá vinstri: Magnús Guðmundsson GA, Ólafur Ágúst Ólafsson GR, Hermann Ingimarsson GA, Sveinn Ársælsson GV. Þess má geta að kylfingurinn frægi Bobby Jones var heiðraður í lok mótsins. Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.
Íslandsmótinu á Nýræktarvellinum við Þórunnarstræti á Akureyri 1958. Allir fimm kylfingarnir á myndinni höfðu orðið Íslandsmeistarar. Frá vinstri: Birgir Sigurðsson GA (1952), Hermann Ingimarsson GA (1955), Sveinn Ársælsson GV (1957 og varð einnig meistari 1959), Sigtryggur Júlíusson GA (1946), Ólafur Ágúst Ólafsson GR (1954 og 1956). Ljósmynd: Úr safni Jóhanns Eyjólfssonar.
Íslandsmót í golfi á Akureyri 1958. Fremri röð: Magnús Guðmundsson GA, Sveinbjörn Guðlaugsson GV, Arnkell B. Guðmundsson GR, Jóhann Eyjólfsson GR, Hermann Ingimarsson GV, Ólafur Ágúst Ólafsson GR, Gunnar Konráðsson GA, Birgir Sigurðsson GA, Sigtryggur Júlíusson GA, Sævar Gunnarsson GA. Aftari röð: Óþ, Ragnar Steinbergsson GA, Ingólfur Isebarn GR, Árni Ingimundarson GA, Óttar Magnús Yngvason GR, Gestur Magnússon GA, óþ, Adolf Ingimarsson GA, Ólafur Bjarki Ragnarsson GR, Halldór Magnússon GR, Árni Jónsson GA, Leifur Ársælsson GV, Gunnar Sólnes GA, Jóhann Guðmundsson GR, Sveirrir Einarsson GV, Hafliði Guðmundsson GA, óþ, Ólafur Loftsson GR, Sigurbjörn Bjarnason GA. Ljósmynd: Úr safni Jóhanns Eyjólfssonar.