1941
Read MoreKeppendur í Bændaglímu klúbbsins 18. október 1941. Bændur voru þeir Magnús Kjaran og Ólafur Gíslason og sigraði lið Magnúsar. Fremsta röð frá vinstri: Ólafur Gíslason, Anna Kristjánsdóttir, Jóhanna Pétursdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Herdís Guðmundsdóttir, Ólafía Sigurbjörnsdóttir, Unnur Magnúsdóttir og Magnús Kjaran. Miðröð frá vinstri: NN, Gunnar Kvaran, Magnús Björnsson, Bárður Guðmundsson, Brynjólfur Magnússon, NN, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Helgi H. Eiríksson, Benedikt Bjarklind, Sigmundur Halldórsson, Jakob Hafstein og Magnús Andrésson. Aftasta röð til vinstri: Þorvaldur Ásgeirsson, Hans Hjartarson, Karl Jónsson, Halldór Hansen, Kristján Skagfjörð, Halldór Magnússon, Jóhannes Helgason, Gísli Ólafsson. Eintak af þessari mynd hangir enn í klúbbbhúsinu í Grafarholti, en hún var gjöf frá Ragnheiði Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni klúbbsins.. Úr safni GSÍ
Bréf Gunnlaugs Einarssonar, þar sem hann tilkynnir að hann sjái sér ekki fært til að gegna formennsku áfram sökum anna. Bréfið hefur hann sent nágranna sínum, Helga H. Eiríkssyni en báðir bjuggu á Sóleyjargötunni. Ekkert varð af afsögninni, Gunnlaugur var formaður klúbbsins til dauðadags 1944. Helgi Hermann yfirgaf hins vegar klúbbinn árið eftir til að verða fyrsti forseti GSÍ. Úr safni GSÍ.