1936
Read MoreFrumherjar hjá Golfklúbbi Akureyrar
Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður árið 1935 að frumkvæði símstöðvarstjórans, Gunnars Schram. Á myndinni hér að ofan má sjá marga af frumherjunum. Myndin birtist með nöfnum í Afmælisriti GA sem gefið var út í tilefni 50 ára afmælisins árið 1985. Frá vinstri: Skúli Helgason, Jóhann Kröyer, Helgi Skúlason, Kristinn Þorsteinsson, Brynleifur Tobíasson, Kristinn Guðmundsson, Jón Eiríksson skipstjóri Reykjavík, Gunnar Schram, Ásta Jónsson, Sverrir Ragnars., Jón Benediktsson, Óskar Sæmundsson, Einar Sigurðsson, Jakob Frímannsson. Myndin er sennilega tekin á fyrsta golfvellinum í Gleráreyrum. Drengurinn lengst til vinstri er samkvæmt myndatextanum í afmælisritinu Skúli Helgason (f. 1926), sonur Helga augnlæknis. Á myndinni er Ásta Jónsson, hárgreiðslukona en hún var fyrsta konan til að leika golf í klúbbnum.
Póstkort Walthers Arneson til HHE
Póstkort, sennilega frá Walther Arneson til Helga Hermanns Eiríkssonar, varaformanns Golfklúbbsins skrifað með samblandi af dönsku og ensku. Úr safni GSÍ.