1934
Read MoreWalt Arneson, golfkennari svarar umleitan Golfklúbbs Íslands 1934 (Bréf 1/3
Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson, frumherjar Golfklúbbs Íslands skrifuðu bréf til Golfskóla Arneson bræðra í Kaupmannahöfn til að kanna möguleikann á því að þeir kenndu golf á Íslandi. Þetta bréf er svar Walter við fyrirspurn þeirra og hefur sennilega verið þýtt fyrir undirbúningsfund að stofnun klúbbsins eða stofnfundinn.1/3 Hægt er að stækka myndina með því að ýta á blaðatáknið neðst hægra megin í vafranum.
Walt Arneson, golfkennari svarar umleitan Golfklúbbs Íslands 1934 (2/3)
Bréf 2. Walt stingur upp á því að hann komi til Íslands um áramótin 1934-5 og taki að sér golfkennslu fyrir klúbbinn. Einnig rætt um þóknun fyrir starfið. Walt segist til í að koma ef klúbbburinn tryggi honum gistingu og uppihald og tekjur af kennslunni renni í hans vasa. 2/3
Walt Arneson, golfkennari svarar umleitan Golfklúbbs Íslands 1934 (3/3)
Bréf 3/3. Walt hvetur til þess að kennslan hefjist fyrir tímabilið. ,,Reynsla mín hefur einnig sýnt mér að ef menn byrja einu sinni reynist leikinn, muni áhugi þeirra haldast. Einnig missi menn oft kjarkinn, þegar þeir byrja úti á velli og finnst þei bara vera til athlægis. Þeir láta síður truflast innan fjögurra veggja með kennaranum sínum. Ég býst við að þið séuð mér sammála í þessari theori minni. Mottó: Lærið golf á veturna, spilið golf á sumrin!"