Golfmyndir.is -

Ljósmyndavefur og safn


Markmið þessa vefsvæðis er tvíþætt. Annars vegar er vefnum ætlað að vera lifandi vettvangur fyrir það sem í gangi er hjá Golfklúbbi Reykjavikur hverju sinni og nátengdur aðalvefsvæði klúbbsins www.grgolf.is

Hitt markmiðið er að halda utan um ljósmyndir og annað efni sem tengist klúbbnum og  kynna sögu hans og golfíþróttarinnar hér á landi fyrir félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa. Segja má að það sé gert með því að hleypa dagsbirtu inn í geymslur klúbbsins, því myndum og skjölum sem legið hafa í geymslum á Korpúlfsstöðum og á Borgarskjalasafni eða hafa verið í geymslum einstaklinga hefur nú verið komið á rafrænt form og  fyrir sjónir almennings. 

Það er von okkar sem að þessu safni stöndum, að nú þegar safnið er komið úr móðurkviði og farið að skríða, þá muni enn fleiri vera tilbúnir að leggja því lið með ljósmyndum eða kvikmyndabútum sem þeir eiga í fórum sínum. Umsjónarmaður vefsvæðisins mun þá nálgast viðkomandi myndir, koma þeim á rafrænt form og skila síðan myndunum til baka að því loknu. 

Tildrög vefsins eru í stuttu máli þau að stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur veitti undirrituðum, sem séð hefur um ljósmyndun hinna ýmissa viðburða á vegum klúbbsins frá 2005, styrk til að koma þessu vefsvæði á fót í ársbyrjun 2014, en klúbburinn hélt þá upp á 80 ára afmæli sitt. Elías Kárason, félagsmaður GR til 50 ára og fyrrum stjórnarmaður, hefur frá upphafi komið að vefnum með undirrituðum og veitt ómetanlega hjálp. 

Lagt var upp með að búa til vandaðan ljósmyndavef, þar sem ljósmyndir úr sögunni væru flokkaðar eftir árum. Á seinni stigum var ákveðið að stækka vefinn og bæta við flokkum, sem sumir hverjir eru enn á vinnslustigi. Mest allt starf við þennan vef hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og enn er fjölmargt ógert. En það sem skiptir mestu er með þessu vefsvæði er vonandi kominn framtíðarstaður fyrir myndir í eigu klúbbsins og því ætti að vera auðvelt á byggja ofan á þennan grunn.

Með von um að gestir eigi góðar stundir.

Frosti B Eiðsson
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Guðlaugur Guðjónsson á Öskjuhlíðarvellinum.
Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.
  • Frá Grafarholti

Powered by SmugMug Owner Log In