Jason Clark
Read MoreJason C. Clark I
(1960-85)
1960 Hugh Basketts
1961 Helgi Jakobsson
1962 Kári Elíasson
1963 Þorvarður Árnason
1964 Ragnar J. Jónsson
1965 Hannes Hall
1966 Sigurjón Hallbjörnsson
1967 Jón Þór Ólafsson
1968 Ólafur Skúlason
1969 Þórir Sæmundsson
1970 Garðar Halldórsson
1971 Vilhjálmur Árnaosn
1972 Arnkell B. Guðmundsson
1973 Albert Wathne
1974 Ari Guðmundsson
1975 Sverrir Norland
1976 Sæmundur Pálsson
1977 Lárus Arnórsson
1978 Sigurður Hafsteinsson
1979 Árni Jakobsson
1980 Frans P. Sigurðsson
1981 Steinar Þórisson
1982 Steinar Þórisson
1983 Ívar Harðarsson
1984 Ólafur Gunnarsson
1985 Stefán Sæmundsson
Jason C. Clark II
(1986-97)
1986 Jóhann Friðbjörnsson
1987 Kristján G. Bjarnason
1988 Finnur Oddsson
1989 Ástráður Sigurðsson
1990 Karl Ómar Jónsson
1991 Ingvar Ágústsson
1992 Hilmar Herbertsson
1993 Gísli Blöndal
1994 Ásgeir Karlsson
1995 Axel Skúlason
1996 Grímur Kolbeinsson
1997 Óskar Sæmundsson
Minningarmót Jason C. Clark
Á forsíðu Dagblaðsins Vísis þann 9. mars 1959 var grein með fyrirsögninni: ,,Banaslys í Keflavík. Bandaríkjamaður varð undir jarðýtu". Í fréttinni var sagt frá óhugnalegu slysi á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Nokkrir ungir foringjar í hernum höfðu fengið vörubíl til að draga sig á skíðum. ,,Vörubifreiðin ók þar um veginn, sem jarðýta var að verki við að ryðja snjó, og var henni ekið aftur á bak, þegar vörubifreiðin var komin fram hjá henni og um leið og skíðamennirnir runnu hjá. Vissu menn þá ekki fyrri til en að einn þeirra rann til og féll fyrir aftan ýtuna, sem rann þegar á hann ofan og beið hann þegar bana."
Skíðamaðurinn sem varð undir jarðýtunni var Jason C. Clark, 25 ára gamall liðsforingi frá New Hamsphire og einn þeirra varnarliðsmanna sem léku golf á gamla golfvellinum við Öskjuhlíð. Til að minnast hans gaf fjölskylda hins látna háan marmarabikar sem bar áletrunina Jason C. Clark Memorial Trophy sem keppt var um hjá Golfklúbbi Reykjavíkur til ársins 1985. Jason C. Clark bikarinn var farandgripur og veittur þeim kylfingi sem lék á fæstum höggum með forgjöf.
Á árinu 1986, 27 árum eftir fráfall Jason Clark, komu þrjú systkini hans hingað til lands og kepptu á minningarmóti bróður síns í Grafarholtinu og var þá nýr verðlaunagripur tekinn í notkun, tréplatti með mynd af Jason Clark og svæði fyrir neðan þar sem hægt var að koma fyrir gylltum plötum með nafni sigurvegara. Sá gripur var í umferð til 1997 en þá var síðasta mótið, það 38. í röðinni haldið.
Jafnhliða einstaklingskeppninni um Jason Clark bikarinn, háðu kylfingar úr GR og varnarliðsmenn árlega keppni um nokkurra ára skeið. Fyrsta keppnin var leikin árið 1955 en árið 1960 var í fyrsta skipti keppt um annan bikar í minningu Clark, L.t. Jason C. Clark Memoriam. Leikið var um þann bikar á árunum 1960-67 og á árinu 1975 og höfðu reykvískir sigur í öllum keppnunum nema tveimur, þeirri fyrstu og árið 1964. Ásókn varnarliðsmanna í að leika í Reykjavík virðist hafa farið þverrandi þegar á leið. Hugsanlega hafa bágbornar vallaraðstæður í Grafarholti átt einhvern þátt í því, en eflaust hefur uppgangur íþróttarinnar og stofnun Golfklúbbs Suðurnesja haft meira með það að gera að varnarliðsmenn þurftu ekki að sækja golf alla leið til Reykjavíkur.