Meistarabikar kvenna
Read MoreFyrst keppt um Meistarabikar kvenna árið 1938
Meistarabikar kvenna er veittur fyrir sigur á Meistaramóti klúbbsins og er bikarinn sá elsti sem keppt er um á vegum klúbbsins. Keppt hefur verið um þennan grip frá 1938, reyndar með nokkrum hléum, því keppni féll niður árið 1947 vegna þátttökuleysis og síðan í heil átján ár, á tímabilinu frá 1949-1966. Þetta hlé stafar helst af því hve fáar konur léku golf hjá klúbbnum og á landsvísu, sem sést best á því að ekki var keppt í Íslandsmóti kvenna fyrr en árið 1967,, aldarfjórðungi á eftir körlunum.
Leikið var um Meistarabikar kvenna hjá GR í 63. skiptið árið 2019 og átján konur hafa á þessum tíma orðið klúbbmeistarar. Eitt nafn kemur fyrir mun oftar en önnur, en það er Ragnhildur Sigurðardóttir sem hampaði þessum antíkgrip í 22. skiptið árið 2018.
Bikarinn var gefinn af Magnúsi Kjaran stórkaupmanni árið 1938 og var þá annar tveggja bikara sem gefnir voru klúbbnum fyrir kvennakeppni. Hinn var Afmælisbikar kvenna, gefinn af hjónunum Helga H. Eiríkssyni og Jóhönnu Pétursdóttur sama ár, en sú keppni á sér enn stopulli sögu og nokkuð er síðan sú keppni leið undir lok.
Reglur fyrir Meistarabikar kvenna
Reglur fyrir Meistarabikar kvenna í Golfklúbb Islands. (Gefinn af Magnúsi Kjaran).
1. gr. Bikarinn er gefinn Golfklúbb íslands, eða þeim golfklúbb í Reykjavík, er tekur við af honum, til þess að um hann verði árlega háð meistarakeppni meðal kvenna í klúbbnum.
2. gr. Keppni þessi skal fara fram árlega á tímabilinu 15. ágúst til 15. október, eftir nánari ákvörðun kappleikanefndar.
3. gr. Bikarinn er farandbikar og vinnst því ekki til eignar. En á hverju ári veitir klúbburinn þeim, er vinnur meistaratitilinn, minnispening úr silfri, er ávallt sé af sömu stærð (3,7 cm. í þvermál), og sé á hann letrað nafn vinnanda, ártalið og orðin „meistari G. 1.".
4. gr. Á vetrum geymir síðasti vinnandi bikarinn, en á sumrum geymist hann í klúbbhúsi Golfklúbbs Islands.
5. gr. Nöfn þeirra, er vinna í keppni þessari, skal grafa á bikarinn með tilheyrandi ártali.
Meistarabikar kvenna - handhafar
1938 Herdís Guðmundsdóttir
1939 Herdís Guðmundsdóttir
1940 Ólafía Sigurbjörnsdóttir
1941 Ólafía Sigurbjörnsdóttir
1942 Ragnheiður Guðmundsdóttir
1943 Ólafía Sigurbjörnsdóttir
1944 Herdís Guðmundsdóttir
1945 Herdís Guðmundsdóttir
1946 Anna Kristjánsdóttir
1948 Herdís Guðmundsdóttir
1967 Ólöf Geirsdóttir
1968 Laufey Karlsdóttir
1969 Elísabet Möller
1970 Laufey Karlsdóttir
1971 Laufey Karlsdóttir
1972 Laufey Karlsdóttir
1973 Ágústa Guðmundsdóttir
1974 Ágústa Guðmundsdóttir
1975 Elísabet Möller
1976 Elísabet Möller
1977 Laufey Karlsdóttir
1978 Ágústa Guðmundsdóttir
1979 Sólveig Þorsteinsdóttir
1980 Steinunn Sæmundsdóttir
1981 Steinunn Sæmundsdóttir
1982 Sólveig Þorsteinsdóttir
1983 Sólveig Þorsteinsdóttir
1984 Ásgerður Sverrisdóttir
1985 Steinunn Sæmundsdóttir
1986 Steinunn Sæmundsdóttir
1987 Ragnhildur Sigurðardóttir
1988 Steinunn Sæmundsdóttir
1989 Steinunn Sæmundsdóttir
1990 Steinunn Sæmundsdóttir
1991 Ragnhildur Sigurðardóttir
1992 Ragnhildur Sigurðardóttir
1993 Herborg Arnarsdóttir
1994 Ragnhildur Sigurðardóttir
1995 Ragnhildur Sigurðardóttir
1996 Ragnhildur Sigurðardóttir
1997 Ragnhildur Sigurðardóttir
1998 Ragnhildur Sigurðardóttir
1999 Ragnhildur Sigurðardóttir
2000 Ragnhildur Sigurðardóttir
2001 Ragnhildur Sigurðardóttir
2002 Herborg Arnarsdóttir
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir
2004 Ragnhildur Sigurðardóttir
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir
2006 Ragnhildur Sigurðardóttir
2007 Helena Árnadóttir
2008 Ragnhildur Sigurðardóttir
2009 Helena Árnadóttir
2010 Ragnhildur Sigurðardóttir
2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2012 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2013 Berglind Björnsdóttir
2014 Ragnhildur Sigurðardóttir
2015 Ragnhildur Sigurðardóttir
2016 Ragnhildur Sigurðardóttir
2017 Ragnhildur Sigurðardóttir
2018 Ragnhildur Sigurðardóttir
2019 Eva Karen Björnsdóttir