sýnishorn
Read MoreW. Phillip Scott einn af eigendum og framkvæmdastjórum enska fyrirtækisins Unilever Ltd. afhendir stjórn klúbbsins meistarabikarinn (Lever Challenge cup) sem keppt var um í fyrsta skipti árið 1935. Myndin er tekin 12. ágúst 1935 fyrir utan félagsheimili klúbbsins í Laugardal. Frá vinstri: Helgi Hermann Eiríksson, Gottfred Bernhöft, Gunnar Guðjónsson, Phillip Scott, Gunnlaugur Einarsson, óþ., óþ, Walter Arneson golfkennari. Ljósmynd: Borgarskjalasafn /Einkasafn GR
Á vígsludegi Austurhlíðavallar
Hópur félagsmanna stillti sér upp fyrir myndatöku þann 12. maí 1935 en þá var golfvöllurinn í Austurhlíð í Laugardal tekinn í notkun. Klúbbhúsið var gamall sumarbústaður. Ljósmynd: Úr safni GSÍ.
Magnús Guðmundsson, Íslandsmeistari frá Akureyri var ráðinn til þess vandasama starfs að koma Grafarholtsvelli í gott horf fyrir Íslandsmótið 1965 og til að sjá um golfkennslu. Myndin er af Magnúsi að störfum. Nýsteyptur golfskálinn í baksýn og á myndinni sést vel hvar bráðabirgðaskúrinn var staðsettur. Ljósmynd: Úr geymslum GR