Á vígsludegi Austurhlíðavallar
Hópur félagsmanna stillti sér upp fyrir myndatöku þann 12. maí 1935 en þá var golfvöllurinn í Austurhlíð í Laugardal tekinn í notkun. Klúbbhúsið var gamall sumarbústaður. Ljósmynd: Úr safni GSÍ.
Vel klædd frú býr sig undir að slá af 2. teig á Austurhlíðarvelli, þar sem bílastæði sundlaugarinnar í Laugardal er nú. Þeir sem fylgjast með eru Walter Arneson golfkennari, Gottfred Bernhöft kaupmaður., Gunnar Guðjónsson skipamiðlari og stjórnarmaður í klúbbnum og Helgi Hermann Eiríksson verkfræðingur og varaformaður klúbbsins. Gömlu sundlaugarnar sjást lengst til vinstri á myndinni, en þær nýju risu nokkrum metrum frá íbúðarhúsinu vð Sundlaugaveg sem sést hægra megin á myndinni. Það hús var jafnan kallað Víðivellir og var í eigu Carl Olsen, stórkaupmanns sem fékk Austurhlíðarlandið í erfðafestu og kom upp svínabúi á jörðinni. Húsið var rifið á áttunda áratug síðustu aldar.
Vígsla golfskála við Öskjuhlíð og golfvallarins
Vígsluhögg á gamla golfvellinum. Helgi Eiríksson slær - 1. ágúst 1938
Ljósmynd tekin í júlí 1958 á Öskjuhlíðarvellinum þar sem nokkrir bandarískir kylfingar komu hér til að vera við opnun æfingahúss fyrir kylfinga á Keflavíkurflugvelli. Hópurinn kom einnig til Akureyrar, Reykjavíkur og Hveragerðis. Konan á myndinni er Kay Farrell, þekkt golfkona í heimalandi sínu. Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.