Öldungakeppni GR 1960
Þátttakendur í Öldungakeppni GR. Frá vinstri: Magnús Kjaran, Halldór Magnússon, Halldór Hansen, Ólafur Gíslason.
Halldór Magnússon sigraði Ólaf Gíslason í úrslitaleiknum 1-0 (á 20. holu).
Úr safni: BorgarskjalasafnFrom 1960
Kay Farrell
Kay Farrell, eiginkona Johny Farrell, fyrrum meistara á Opna bandaríska meistaramótinu kom hingað til lands árið 1958 á vegum bandarískra kvennasamtaka. Farrell og fylgdarlið hennar sýndi golf á þremur völlum. Hér sést hún slá bolta á Öskjuhlíðarvellinum.
Nánar um Kay Farrell: https://www.nytimes.com/1997/07/21/sports/kay-farrell-86-glamorous-socialite-of-the-golf-world.html
Úr myndasafni Golfklúbbs Reykjavíkur.From 1958
Á myndinni má þekkja Sigurjón Hallbjörnsson, Þorstein Jónsson flugkappa (í jakkafötum). Kylfingurinn er óþekktur og sömuleiðis tilefni heimsóknarinnar og árið.
From 1954
Á 2. teig
Vel klædd frú býr sig undir að slá af 2. teig á Austurhlíðarvelli, þar sem bílastæði sundlaugarinnar í Laugardal er nú. Þeir sem fylgjast með eru Walter Arneson golfkennari, Gottfred Bernhöft kaupmaður., Gunnar Guðjónsson skipamiðlari og stjórnarmaður í klúbbnum og Helgi Hermann Eiríksson verkfræðingur og varaformaður klúbbsins. Gömlu sundlaugarnar sjást lengst til vinstri á myndinni, en þær nýju risu nokkrum metrum frá íbúðarhúsinu vð Sundlaugaveg sem sést hægra megin á myndinni. Það hús var jafnan kallað Víðivellir og var í eigu Carl Olsen, stórkaupmanns sem fékk Austurhlíðarlandið í erfðafestu og kom upp svínabúi á jörðinni. Húsið var rifið á áttunda áratug síðustu aldar.
From 1935
Fyrsta skóflustungan að klúbbhúsinu í Grafarholti
Valtýr Albertsson læknir, annar stofnanda Golfklúbbs Íslands árið 1934 tekur fyrstu skóflustunguna að Golfskálanum í Grafarholti árið 1964. Þeir sem fylgjast með eru: Sveinn Snorrason forseti GSÍ, Ingólfur Isebarn, Þorvaldur Ásgeirsson, Tómas Árnason og Guðmundur Halldórsson. Sjöundi maðurinn, sem sést í á myndinni er Jóhann Eyjólfsson. Í baksýn má sjá kylfinga á 1. teig.
From 1964
From GSI 75 ára