Veturinn minnir á sig (7. okt) - golfmyndir

Veturinn minnir á sig

Kylfingar leika enn golf á Korpu og í Grafarholti þó kominn sé október á dagatalinu og allra veðra sé von. Veturinn minnti á sig á eftirminnilegan hátt í Grafarvoginum á sunnudaginn 7. október eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Elías Kárason tók á 12. holu á Korpúlfsstaðavelli.

Elías var við leik ásamt þeim Hans Óskari, Inga Sigurjóni og Sigurdóri. Fyrsta myndin er tekin kl. 14:05 og aðstæður voru þá eins og á sumardegi. Svo byrjaði að snjóa og þegar kylfingarnir komu inn á flötina tólf mínútum síðar, var jörðin orðin alhvít.

Powered by SmugMug Owner Log In