Spanish Open 2015 - golfmyndir

Spanish Open -Styrktarmót Ólafíu og ÞórðarTryggvi Trausta á þremur undir pari í Styrktarmóti Ólafíu og Þórðar

(frétt tekin af www.grgolf.is)

Spanish Open styrktarmót Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns var haldið í dag á Korpúlfsstaðavelli. Mótið var glæsilegt að vanda enda voru þau Ólafía og Þórður búin að vinna hörðum höndum að undirbúa mótið og safna saman glæsilegum verðlaunum. Ólafía og Þórður stóðu vaktina í allan dag og voru með keppni á 6. braut þar sem keppendur gátu keppt við „Próann“ og farið í pott þar sem glæsileg verðlaun voru í boði. Tryggvi Valtýr Traustason GSE spilaði best í dag á 69 höggum. Í forgjafarflokki 0-14,9 var Friðrik Geirdal Júlíusson GR með 43 punkta, í forgjafarflokki 15-28 var Kristján Ari Einarsson GK með 40 punkta og í kvennaflokki var Irma Mjöll Gunnarsdóttir GR með 39 punkta.

Úrslitin voru eftirfarandi:

Flokkur fgj.0-14,9:

1.sæti: Friðrik Geirdal Júlíusson GR 43 p.

2.sæti: Gísli Guðni Hall GR 41 p.

3.sæti: Sveinbjörn Guðmundsson GK 40 p.

Flokkur fgj. 15-28:

1.sæti: Kristján Ari Einarsson GK 40 p.

2.sæti: Ívar Örn Halldórsson GSE 37 p.

3.sæti: Bergsveinn Þórarinsson GKG 36 p.

Kvennaflokkur:

1.sæti: Irma Mjöll Gunnarsdóttir GR 39 p.

2.sæti: Elísabet María Erlendsdóttir GR 38 p.

3.sæti: Margrét Geirsdóttir GR 37 p.

Höggleikur:

1.sæti: Tryggvi Valtýr Traustason GSE 69 högg

2.sæti: Sigurþór Jónsson GK 71 högg

3.sæti: Frans Páll Sigurðsson GK 72 högg

Nándarverðlaun:

3.braut: Sigurhans Vignir GR 1,37m

6.braut: Lórenz Þorgeirsson GR 0,61 m

9.braut: Birkir Ívar Guðmundsson GV 2,62 m

13.braut: Elísabet Böðvarsdóttir GKG 1,53 m

17.braut: Björgvin Björgvinsson GR 1,61 m

Lengsta upphafshögg kvenna á 16.braut:  Margrét Geirsdóttir GR

Lengsta upphafshögg karla á 16.braut: Tryggvi Traustason GSE

Næstur holu í öðru höggi á 18.braut: Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 5 cm

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju með árangur dagins. Ólafía Þórunn og Þórður Rafn þakka öllum þátttakendum sem þátt tóku í mótinu fyrir stuðninginn sem og styrktaraðilinum.

http://www.grgolf.is/um-gr/frettir/nanar/item24049/


Powered by SmugMug Owner Log In