1935 - golfmyndirPowered by SmugMug Log In

Púttað á lokaholunni

Gottfred Bernhöft, kaupmaður og stjórnarmaður í Golfklúbbi Íslands púttar á lokaholunni á Austurhlíðarvelli. Ekki er ólíklegt að um púttæfingu sé að ræða, en maðurinn sem snýr að myndavélinni er Walter Arneson, fyrsti golfkennari klúbbsins. Húsið sem er í sjónlínu við kylfingana er klúbbhúsið, gamall sumarbústaður í eigu Carl Olsen. Byggingarnar vinstra megin eru svínabú Olsen og að öllum líkindum hestshús, en sjá má hesta á beit á túninu fyrir framan húsin. Lækurinn í forgrunni er Laugalækur og vegurinn hægra megin við klúbbhúsið er Reykjavegur.

Frosti